top of page
geta-logo-lit.png

Geta
gæðastarf í skólum 

Skoða

Networking Group
SKÓLAÞJÓNUSTA, SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA
ÚTTEKTAR OG YTRA MATS ÞJÓNUSTA
META GETA - GÆÐAKERFI OG HUGBÚNAÐUR

Skólaþjónusta & Sérfæðiþjónusta Getu

Skólastefnur sveitarfélaga

 

Geta býður upp á þjónustu og aðstoð við stefnumótun og innleiðingu stefnu á sviði skólamála fyrir sveitarfélög. Þjónusta Getu getur náð allt frá ráðgjöf og aðstoð við mótun stefnunar, utanumhald utan um samráð og fundi, útgáfu og eftirfylgni. 

Mannauðsráðgjöf 

 

Geta býður upp á aðstoð og ráðgjöf á sviði mannauðsmála innan leik- og grunnskóla. Allt frá almennri ráðgjöf og greiningu á mannaflaþörf, yfir í stök minni eða stærri einstaka verkefni á sviði mannauðsmála. 

Skólanámskrár

 

Geta býður skólum og sveitarfélögum upp á aðstoð við uppfærslu og gerð nýrrar skólanámskrár. Allt frá því að vera til ráðgjafar, yfirlestur og eða verkefnastjórn. 

Kennsluráðgjöf og stuðningur

 

Geta býður skólum og sveitarfélögum upp á staka ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Auk þess býður Geta upp á fasta þjónustusamninga við sérfræðinga á sviði skólaþjónustu.

Úttektir

 

Geta býður upp á stakar úttektir á skólastarfi í leikskólum og grunnskólum. Öllum úttektum Getu er ætlað að vera umbótamiðað lærdómsferli sem bætir gæði skólastarfs. 

Teymisstjórn

 

Geta býður upp á teymisstjórn og/eða aðstoð við einstaka teymi innan skólans. Svo sem jafnréttisteymi, sjálfbærnisteymi, skólastefnuteymi oþ.h. Oft er erfitt fyrir skólastjórnendur að leiða áfram öll teymi innan skólans og er þá nauðsynlegt að fá aðstoð við að láta teymin skila því sem þeim er ætlað að skila. 

Meta Geta gæðakerfi
fyrir skólastofnanir

Meta Geta er hugbúnaður og heildstætt innra mats gæðakerfi fyrir leik- og grunnskóla. Kerfið nær bæði yfir ferlið sjálft og matstækin (kannanir og gátlistar) auk þess að bjóða upp á sjónrænt mælaborð.

 

Meta+Geta er frumburður Getu, þ.e. fyrsta vörumerki Getu.  Markmiðið með gæðakerfi Getu er að styðja við innra mat grunnskóla í þeim tilgangi að bæta gæði og árangur skólastarfs.

 

Öllum leik- og grunnskólum ber lögum samkvæmt að framkvæma innra mat á starfsemi skólans á hverju skólaári. 

02

Ytra mat

Geta býður sveitarfélögum og skólum upp á heildstætt ytra mat sem og hlutamat. Markmið ytra mats er að veita góðar upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skólans og foreldra. ​

 

Ytra mati er fyrst og fremst ætlað að vera lærdómsmiðað umbótaferli sem eykur gæði náms og skólastarfs.

03

Skólaþjónusta og önnur verkefni á sviði skólamála

Geta býður sveitarfélögum og skólum upp á þjónustu á sviði:

kennsluráðgjafar, náms- og starfsráðgjafar, mannauðsmála og skólastjórnunar. Sérfræðingar Getu vinna ýmist í þverfaglegum teymum eða einslega. ​ Sveitarfélög og skólar geta óskað eftir sérfæðingum í smærri og stærri verkefni. 

Innra- og ytra mat á skólastarfi

Gæðakerfi 

Ytra mats þjónusta 

Innra mats þjónusta

bottom of page